Ómar í leik með KA
Kantmaðurinn skástrik bakvörðurinn Ómar Friðriksson gekk til liðs við Magna á láni nú rétt í þessu en
lánssamningurinn gildir út tímabilið. Ómar hefur átt erfitt uppdráttar síðan í vetur vegna meiðsla og vonandi að hann
nái að hrista þau af sér hjá Magna og komi tvíefldur til leiks næsta vetur. Óskum Ómari góðs gengis!