Ómar var bestur hjá 2.flokk
Lokahóf 2. flokks var haldið um helgina með pompi og prakt. Óskar Þór Halldórsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar, sá um
grilla ofan í mannskapinn og Petar Ivancic sá um skemtiatriði.
Eins og hefð er fyrir þá var kosinn besti leikmaður sumarsins og sá efnilegasti. Það var Ómar Friðriksson sem var valinn bestur en hann
var útnefndur efnilegasti leikmaður meistaraflokks í lokahófi hans 17. september sl..
Það var svo ungstirnið Ævar Ingi Jóhannesson sem var valinn efnilegastur en kauði var valinn í U-17 landsliðið í dag.
Þá var Gunnar Örvar Stefánsson markahæstur með 9 mörk.
Eins og margur veit féll 2. flokkur nú í haust úr A-deild og leikur í B-deild að ári með sama manninn í brúnni, Slobodan
Milisic.