Ómar valinn í U-19 landsliðið

Ómar Friðriksson hefur verið valinn í U-19 landsliðið sem spilar í undankeppni Evrópumótsins á Kýpur dagana 21. til 26. október nk.

Ómar tók þátt í vináttulandsleikjum U-19 liðsins í Eistlandi núna síðsumars og hann hefur nú verið valinn í hópinn sem spilar í undankeppni Evrópumótsins. Fyrsti leikurinn verður gegn Lettum föstudaginn 21. október, annar leikurinn verður sunnudaginn 23. október gegn heimamönnum á Kýpur og lokaleikurinn verður gegn frændum okkar Norðmönnum miðvikudaginn 26. október.

Ómari er óskað til hamingju með landsliðssætið.

Þar með eru þrír KA-menn í eldlínunni með landsliðum sínum þessa dagana því þeir Ævar Ingi Jóhannesson og Fannar Hafsteinsson eru nú komnir til Ísrael þar sem þeir spila næstu daga í undankeppni Evrópumóts U-17 landsliða.