Ómar í leik í sumar
Ómar Friðriksson leikmaður 3. og 2. flokks KA hefur verið boðaður á úrtaksæfingar hjá U17 ára landsliðinu.
Um er að ræða 27 manna hóp sem æfir tvívegis um helgina og fara æfingarnar fram á æfingasvæði Aftureldingar í Mosfellsbæ,
Tungubökkum. Þjálfari liðsins er Gunnar Guðmundsson.
Við óskum Ómari góðs gengis.