Ómar Friðriksson semur við KA

Knattspyrnudeild KA hefur gert saming við hinn unga og efnilega knattspyrnumann Ómar Friðriksson. Samið var við Ómar til þriggja ára en hann er aðeins 16 ára gamall. Hann þykir mjög efnilegur knattspyrnumaður og hefur meðal annars verið í landsliðsúrtökum.

Þess má geta að strákurinn er sonur Sæma löggu (Friðrik Sæmundur Sigfússon) þannig að hann hefur ekki langt að sækja KA genin.

Mynd:
Dean Martin ásamt Ómari.