Ómar Friðriksson var í byrjunarliði U17 ára landsliðsins sem tapaði fyrir Wales í fyrsta leik liðsins í undanriðli EM 2010 sem fram fer
í Wales.
Ómar lék allan leikinn og tókst að næla sér í gult spjald en íslenska liðið tapaði 3-2. Næsti leikur er á morgun gegn
Rússum og svo er lokaleikur gegn Bosníu-Herzegóvínu nk. laugardag.