Eins og komið hefur fram hér á heimasíðunni í sumar og víðar hafa staðið yfir miklar framkvæmdir á Akureyrarvelli í sumar - þ.e. í stúku vallarins. Þessum framkvæmdum er ekki lokið - en þó er komin bærileg mynd á þær. Öllum sem vilja skoða breytta stúku Akureyrarvallar er hér með boðið að koma í stúkuna nk. laugardag, 17. september, kl. 11.00-12.15 og að því loknu er upplagt að setjast í stúkuna/brekkuna og hvetja KA-strákana til sigurs í síðasta leiknum í sumar gegn lærisveinum Guðjóns Þórðarsonar, BÍ/Bolungarvík. Veitingar verða í boði í stúkunni. Frítt verður á leikinn og er hér með skorað á alla stuðningsmenn KA að fjölmenna á leikinn og öskra strákana til sigurs.