Opinn fundur hjá Vinum Sagga

Vinir Sagga, stuðningsmannafélagið ötula, ætlar að halda opinn fund um komandi sumar á fimmtudagskvöldið nk. kl 20:30 í KA-heimilinu.

Vinir Sagga byrjuðu í fyrra sumar að mæta á fullum krafti í á leiki hjá öðrum flokknum og myndaðist oft feykilega mikil stemning þar. Einnig mættu þeir á fáeina meistaraflokksleiki auk þriðja flokks leiks.

Í sumar ætla þeir að mæta á leiki hjá meistaraflokk og öðrum flokki og mynda skemmtilega stemningu.

Þeir eru að leita að nýjum félögum í hópinn og á fundinum verða störf sumarsins kynnt.

Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta á fimmtudaginn kl. 20:30 en strákar í öðrum flokknum eiga að mæta.

Mynd: Vinir Sagga í góðum gír á bikarúrslitaleik KA og Þórs í stúkunni á Akureyrarvellinum í öðrum flokki síðasta haust.