Paul Shipwright: Það er ástríða fyrir fótbolta á Íslandi

Paul á blaðamannafundinum í dag.
Paul á blaðamannafundinum í dag.
Paul Shipwright, talsmaður Arsenal Soccer School, skrifaði undir samning við KA á Hótel KEA í dag en hann segist vera spenntur fyrir skólanum næsta sumar.


Í dag var skrifað undir samstarfi milli KA og Arsenal um að enska úrvalsdeildarfélagið verði með knattspyrnuskóla á Akureyri næsta sumar. Arsenal hefur verið með knattspyrnuskóla í um 25 ára á Bretlandseyjum en fyrir sjö árum fór skólinn að færa út kvíarnar. Síðan þá hefur skólinn verið í yfir 20 löndum og á næsta ári verður hann í fyrsta sinn á Íslandi.

,,KA hafði samband og spurði hvort við hefðum áhuga á að gera eitthvað á Íslandi. Við vitum að við eigum marga stuðningsmenn hér og við vitum að það er ástríða fyrir fótbolta á Íslandi," sagði Paul við Fótbolta.net í dag.

,,Við skoðuðum félagið og fólkið hér og sáum að þetta er mjög gott fólk til að vinna með því að það þarf einhvern til að setja skólann upp og vinna jarðvegsvinnuna. Við vorum mjög ánægð með að við vorum að vinna með fólki sem myndi leyfa öllum að koma í skólann, ekki bara krökkum í sínu félagi. Við erum mjög spennt fyrir þessu."

Arsenal mun koma með þjálfara í skólann og þá verða einnig íslenskir gestaþjálfarar.

,,Það verða að minnsta kosti fjórir þjálfarar frá okkur, það fer eftir því hvað mæta margir krakkar en ég er viss um að við munum eiga góða viku saman. Aðalamarkmiðið er krakkarnir njóti sín og bæti sem fótboltamenn. Vonandi getum við síðan haft þetta samstarf við frambúðar."

Margir krakkar hafa farið í gegnum knattspyrnuskóla Arsenal í gegnum tíðina og þar á meðal er Ashley Cole.

,,Skólinn er ekki hannaður til að finna hæfileikaríka leikmenn heldur frekar að koma leikstíl Arsenal til fleiri leikmanna og þjálfara. Hins vegar má nefna að Ashley Cole byrjaði í knattspyrnuskóla Arsenal. Hann hefur síðan þá átt frábæran feril með Arsenal og núna Chelsea og enska landsliðinu. Ég held að Ashley hafi fyrst komið í knattspyrnuskóla 10 ára en hann fór fljótlega í akademíunni og varð síðar heimsklassa leikmaður."

,,Síðan eru einn eða tveir strákar úr knattspyrnuskólanum sem eru að spila í akademíunni og vonandi verða þeir atvinnumenn einn daginn. Það hafa því einhverjir leikmenn komið úr skólanum en akademían sér meira um það. Okkar starf felst í því að ef að við finnum leikmenn þá eigum við að senda þá til akademíunnar og þeir fylgjast með þeim."

Paul segist vita lítið um íslenska fótbolta en hann finnur fyrir miklum Arsenal áhuga hér á landi.

,,Ég hef auðvitað fylgst með þeim í undankeppnum fyrir EM og HM. Maður þekkir auðvitað Eið (Guðjohnsen) og Sigga Jónsson sem spilaði með Arsenal. Ég veit ekki mikið um fótboltann á Íslandi en ég veit að það eru harðir stuðningsmenn Arsenal og þess vegna erum við ánægð með að koma hingað," sagði Paul að lokum.