Pétur Ólafsson ráðinn yfirþjálfari allra flokka KA

Pétur Ólafsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari allra flokka félagsins, en í því felst yfirumsjón og samræming þjálfunar hjá félaginu. Pétur hóf fyrst að þjálfa hjá KA árið 1987, en síðan hefur hann þjálfað 2. flokk og meistaraflokk kvenna, fjórða, þriðja, annan og meistaraflokk karla. Í tvígang hefur hann hampað Íslandsmeistaratitli sem þjálfari hjá KA, árið 1988 með 2. flokk kvenna og sl. haust með 3. flokk karla.

Einnig hefur hann þjálfað Nökkva á Akureyri í þrjú ár, Dalvíkinga í eitt ár og meistaraflokk Þórs á Akureyri í tvö ár.

Pétur hefur lokið A þjálfaragráðu hjá KSÍ.