Ragnar Heiðar Sigtryggsson látinn

Ragnar Heiðar Sigtryggsson betur þekktur sem Gógó er látinn 84 ára að aldri. Hann var mikill KA maður alla sína tíð og var t.d. fyrsti KA maðurinn til að spila landsleik fyrir félagið, en það var árið 1957. Ragnar hefur bæði hlotið Gullmerki KA og KSÍ.
Knattspyrnufélag Akureyrar sendir ættingjum Ragnars innilegar samúðarkveðjur og þakkar honum sömuleiðis fyrir starf sitt í þágu félagsins.


Gógó.
Myndin er tekin árið 1955, þegar KA varð norðurlandsmeistari.