Riðlakeppni Soccerade lýkur um helgina

Bæði KA-liðin í Soccerademótinu eiga lokaleikina í sínum riðlum um helgina. Á morgun, laugardag, mætir meistaraflokkur Dalvík/Reyni og á sunnudaginn mætir 2. flokkur KS/Leiftri.

KA mætir Dalvík/Reyni í úrslitaleik B-riðils um hvort liðið leikur úrslitaleik mótsins gegn Þór og hefst leikurinn kl. 14:15 í Boganum.

2. flokkur mætir KS/Leiftri kl. 16:15 í Boganum á sunnudaginn.