Í dag var gefin út riðlaskiptingin fyrir hinn árlega deildarbikar KSÍ en mótið hefur skipað sér sess sem mikilvægur liður í
undirbúningi liðanna hérlendis fyrir keppnistímabilið.
Í A-deild karla sem KA-menn leika í eru fjórir riðlar og okkar menn eru í riðli

eitt en það gefur augaleið að það verður um
hörkuleiki að ræða.
A-deild karla, riðill 1:
Afturelding
Breiðablik
Fjölnir
KA
Valur
Þór
Nánar á vef KSÍ
Leikjaniðurröðun verður gefin út síðar en leikin er einföld umferð og efsta liðið ásamt liðinu með besta árangur í 2.
sæti fara í úrslitakeppni.
Mynd: Úr leik KA og ÍA í Deildarbikarnum síðasta vor.