Riðlaskiptingin fyrir deildarbikarinn klár

Úr leik KA og Vals í deildarbikarnum í fyrra í Boganum.
Úr leik KA og Vals í deildarbikarnum í fyrra í Boganum.
KSÍ hefur gefið út riðlaskiptinguna fyrir hinn árlega deildarbikar sem fer fram eftir áramót og er einn helsti liðurinn í undirbúningi liðanna fyrir Íslandsmótið. KA er í A-deild og riðli 2.

Þrír riðlar eru í A-deild en leikin er einföld umferð og tvö efstu lið hvers riðils komast í úrslitakeppni ásamt tveimur liðum með bestan árangur í 3. sæti.

Riðill 2: KA, FH, Fjölnir, Fram, Leiknir R., Selfoss, Valur og Víkingur R.

Mótið byrjar oftast í febrúar og stendur fram í lok apríl.