Robbie Fowler kominn til KA

Robbie með Óskari Þór og Gulla þjálfara nú fyrir stundu
Robbie með Óskari Þór og Gulla þjálfara nú fyrir stundu
Liverpool goðsögnin Robbie Fowler skrifaði nú rétt í þessu undir samning við KA sem nær út komandi keppnistímabil. Það er ljóst að Robbie mun verða góð viðbót við KA-liðið enda með áralanga reynslu úr ensku úrvalsdeildinni þar sem hann er einn markahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi.

Manninn þarf varla að kynna, eins og allir vita lék hann með Liverpool rá 1993 til 2001 og skoraði 120 mörk í 230 leikjum fyrir félagið, hann hefur einnig leikið með Cardiff City, Leeds, Blackburn, kom aftur til Liverpool 06-07 en lék svo í Áströlsku deildinni frá 2009 - 2011 en lék síðast í Tælandi.

Heimasíðan náði tali af Robbie eftir að hann undirritaði samninginn nú fyrir stundu. "Ég er ánægður með að fá tækifæri til að koma til Íslands og er spennandi að fá að takast á við íslensku deildina" Sagði Fowler

"Ég kíkti á æfingu í gær og það eru greinilega hæfileikar í liðinu sem er mjög ungt og vonandi að mín reynsla komi til með að hjálpa liðinu í úrvalsdeild þar sem það á heima" 

"Ég er ekki kominn hérna til að slaka á heldur mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa KA upp í úrvalsdeildina" Sagði Fowler að lokum

Eins og Gunnlaugur Jónsson greindi frá eftir sigurinn á Tindastól á föstudag var hann að leita að framherja og vonandi er kominn maður sem getur skorað fyrir okkur mörk.