KA-menn fengu sameiginlegt lið KS/Leifturs í heimsókn á Akureyrarvöllinn í fyrrakvöld og vann sterkan 2-1 sigur. Síðbúin umfjöllun
með myndum.
KA 2 - 1 KS/Leiftur
0-1 Ede Visinka (Víti) ('22)
1-1 Ingi Freyr Hilmarsson ('60)
2-1 Magnús Blöndal Gunnarsson ('82)
Umfjöllun á Fótbolta.net
Leikskýrslan
Deildin á KSÍ.is
Sandor
Haukur Hei. - Norbert - Janez - Ingi
Túfa
Sveinn E. - Arnar M. - Andri F. - Steinn G.
Almarr (F)
Varamenn: Baldvin, Kristinn Þór, Magnús Blöndal(Steinn G, 81mín), Guðmundur Óli(Túfa, 59mín), Orri
Gústafsson(Sveinn Elías, 71mín).
Dínó stillti upp þónokkuð breyttu liði frá tapleiknum gegn Njarðvík, Norbert og Janez fóru í hjarta

varnarinnar með Hauk Heiðar og Inga
sér við hlið. Sveinn Elías fór á kantinn fyrir Dínó sem var meiddur og svo var Túfa aftarlega á miðjunni með Arnar Má og
Andra Fannar fyrir framan sig. Fremstur var svo fyrirliðinn Almarr Ormarsson.
Leikurinn byrjaði rólega og voru bæði lið lítið að sækja. Það var ekki fyrr en á
21. mínútu sem KS/Leiftur áttu fyrirgjöf frá vinstri sem skoppaði upp í hendina á Inga Frey Hilmarssyni og gat dómari leiksins, Ólafur
Ragnarsson, ekkert annað en dæmt víti og úr því skoraði Ede Visinka.

Milos Tanasic
átti fínt færi á 39. mínútu eftir góðan undirbúning frá þjálfara sínum, Ragnari Haukssyni, en skot hans
fór í varnarmann. Eftir þetta gerðist
ekki margt og staðan í hálfleik 0-1.
Síðari hálfleikur var öllu fjörlegri og það voru KA-menn byrjuðu betur. KA fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan teig og Steinn Gunnarsson
rúllaði boltanum
til hliðar á Norbert Farkas sem átti skot í varnarmann, boltinn barst til Almarrs Ormarssonar, en skot hans fór rétt yfir. Stuttu seinna átti svo Ede
Visinka gott skot úr auk

aspyrnu hinu megin á vellinum en Sandor Matus blakaði boltanum yfir þverslánna.
Á 60. mínútu var Almarr með boltann í teig KS/Leiftursmanna, rúllaði honum út á Inga Frey sem lagði boltann fyrir sig og átt gott
skot niðri í fjærhornið og
Róbert Örn Óskarsson markvörður KS/Leifturs átti enga möguleika og staðan orðin 1-1.
Eftir markið róaðist leikurinn aðeins en á 73. mínútu átti KS/leiftur álitlega sókn en Sandor varði og KA náðu að
bjarga í horn. Úr horninu kom ekkert
og KA brunuðu upp í sókn þar sem Steinn Gunnarsson átti sendingu fyrir á Orra Gústafsson, s

em hafði komið inn á rétt
áður, en hann skallaði boltann rétt framhjá úr fínu færi.
Magnús Blöndal kom einnig inn á sem varamaður og eftir aðeins nokkrar sekúndur var hann búinn að skora. Haukur Heiðar Hauksson átti
þá góða fyrirgjöf frá hægri og Magnús náði að smeygja sér framfyrir varnarmann KS/Leifturs og skalla boltann í netið
í sinni fyrstu snertingu.
Eftir markið reyndu KS/Leifturs menn að sækja en þeirra besta færi fékk Ragnar Hauksson þegar hann skallaði aukaspyrnu Sandor Zoltan framhjá. Stuttu
seinna flautaði Ólafur til leiksloka og niðurstaðan 2-1 sigur KA-manna sem hlupu upp að Vinum Sagga og félögum í stúkunni og fögnuðu innilega
eftir leikinn.
Gríðarlega mikilvæg þrjú stig í hús sem lyfta liðinu upp í sjötta sætið eftir önnur úrslit
umferðarinna

r
og verður sigurinn að teljast sanngjarn. Strákarnir sýndu mikinn karakter en þess má geta að fimm strákar úr öðrum flokki komu við
sögu í leiknum og þar af þrír í byrjunarliðinu og einn enn á bekknum, og verður það að teljast mjög jákvætt.
Næsti leikur verður feykilega erfiður þegar strákarnir fara til Vestmannaeyja og mæta heimamönnum í ÍBV sem sitja á toppi deildarinnar
með fullt hús stiga eftir sex leiki og markatöluna 15:1. Leikurinn er á laugardaginn nk. kl. 14:00.
Áfram KA!
Myndir: Túfa með boltann - Steinn leikur á varnarmann KS/Leifturs - Ingi Freyr fagnar marki sínu - Andri Fannar sparkar í burtu
- KA-strákarnir fagna fyrra markinu - Arnar Már skýtur að marki.
- davíð rúnar bjarnason