Saggarnir hittast á DJ Grill

Saggarnir á Vodafonevellinum í góðum gír þar sem þeir eignuðu sér stúkuna
Saggarnir á Vodafonevellinum í góðum gír þar sem þeir eignuðu sér stúkuna
Vinir Sagga ætla að sjálfsögðu að mæta galvaskir á leikinn gegn HK á þriðjudag og ætla þeir að hita upp saman á DJ Grill.

Fyrstu menn mæta rétt fyrir sex og svo áður en leikurinn hefst verður rölt yfir á Akureyrarvöll og strákarnir studdir áfram af öllum lífsins kröftum.

,,Þar verður haldið upp á fæðingu Magnús Sigurðs Sigurólasonar, sem fæddist síðasta föstudagsmorgun, og er frumburður formanns Vini Sagga, sem er í barneignarfríi eins og staðan er í dag. DJ-Grill mun bjóða upp á burger og meððí eins og venjulega á góðu verði," segir í tilkynningu frá Söggunum.

Allir að mæta á Grillið og svo Akureyrarvöll!