Samið við Helenu og Ágústu

Helena Jónsdóttir (til vinstri) og Ágústa Kristinsdóttir ásamt Óskari Þór Halldórssyni, framkvæmdast…
Helena Jónsdóttir (til vinstri) og Ágústa Kristinsdóttir ásamt Óskari Þór Halldórssyni, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar KA, eftir undirritun samninganna í dag.
Í dag var gengið frá samningum við KA-stelpurnar Ágústu Kristinsdóttur og Helenu Jónsdóttur, en báðar eru þær leikmenn meistaraflokks Þórs/KA.

Báðar eru þær Helena og Ágústa fæddar árið 1994. Þær æfðu og spiluðu upp alla yngri flokka KA og hafa tekið sín fyrstu skref í meistaraflokki Þórs/KA. Helena er markvörður og vakti meðal annars athygli fyrir mjög góða frammistöðu í Evrópuleiknum á Þórsvelli gegn þýska stórliðinu Postdam. Ágústa spilar fyrst og fremst í stöðu miðvarðar.

KA hefur nú gert samninga við þrjár stúlkur sem örugglega munu láta að sér kveða í liði Þórs/KA á komandi keppnistímabili. Síðastliðið vor gerði félagið samning við Láru Einarsdóttur, sem er fædd árið 1995.

Bæði Ágústa og Lára komu við sögu í landsliðum Íslands á liðnu ári og Helena hefur á undanförnum mánuðum verið í landsliðsúrtaki í U-19 landsliði Íslands.

Þetta segir allt sem segja þarf; allar eiga þessar dugmiklu KA-stelpur framtíðina fyrir sér í fótboltanum og verður gaman að fylgjast með ferli þeirra.