Í dag voru undirritaðir tveggja ára samningar knatttspyrnudeildar KA við tvo pilta í 2. flokki - Kristján Frey Óðinsson og Gunnar Örvar Stefánsson.
Kristján Freyr er fæddur árið 1993 og er því á síðasta ári í 2. flokki. Hann hefur í vetur æft bæði með 2. flokki og meistaraflokki. Hann er varnarmaður, fyrst og fremst hefur hann spilað sem bakvörður en einnig sem miðvörður. Kristján Freyr spilaði upp alla yngri flokka á Selfossi, en gekk til liðs við KA um mitt ár árið 2009.
Framherjinn Gunnar Örvar er fæddur árið 1994. Hann hefur sömuleiðis æft í vetur bæði með 2. flokki og meistaraflokki KA. Gunnar Örvar spilaði með KA upp yngri flokkana, en síðustu ár hefur hann bæði verið félagsbundinn Haukum og Þór. Í febrúar 2010 gerði hann tveggja ára samning við Hauka, sem rann út um síðustu áramót. Gunnar Örvar gerði lánssamning við KA í maí sl. og spilaði með 2. flokki félagsins sl. sumar þar sem hann skoraði 9 mörk í deild og bikar.