Samið við Davíð Rúnar

Davíð Rúnar Bjarnason sem er á miðári í öðrum flokki hefur skrifað undir þriggja ára samning.

Í sumar lék Davíð með öðrum flokknum en seinni hluta sumars var hann einnig á bekknum í nokkrum leikjum hjá meistaraflokknum án þess þó að fá að spreyta sig.

Þessi 17 ára gamli miðjumaður var einnig hluti af íslandsmeistaraliði þriðja flokks í fyrrasumar.

Mynd: Gassi formaður knattspyrnudeildarinnar ásamt Davíði Rúnari.