Samstarfssamningur knattspyrnudeildar KA og Greifans

Arinbjörn Þórarinsson, framkvæmdastjóri Greifans á Akureyri, og Óskar Þór Halldórsson, framkvæmdastj…
Arinbjörn Þórarinsson, framkvæmdastjóri Greifans á Akureyri, og Óskar Þór Halldórsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA, skrifa undir nýja samninginn.
Gengið hefur verið frá samstarfssamningi knattspyrnudeildar KA og veitingahússins Greifans á Akureyri. Samningurinn er til tveggja ára. Samningsaðilar hafa átt með sér gott samstarf í mörg undanfarin ár og nýi samningurinn,sem tekur bæði til N1-móts KA og mfl. og 2. fl. kk, er framhald á því og staðfestir að Greifinn verður áfram einn af mikilvægum bakhjörlum knattspyrnudeildar KA.