Sandor kominn með 200 leiki fyrir KA

Sandor með Vigni Þormóðs þáverandi formanni og Todda þáverandi þjálfara við undirskrift
Sandor með Vigni Þormóðs þáverandi formanni og Todda þáverandi þjálfara við undirskrift
Matus Sandor markvörður okkar KA manna náði merkis áfanga í gær þegar hann lék sinn 200. leik fyrir KA en slíkt er mjög óalgengt á síðari tímum allavega að einn leikmaður leiki 200 leiki fyrir eitt og sama félagið hérlendis.


Sandor gekk til liðs við KA 3.apríl 2004 þá 27 ára gamall og hefur síðan verið einn besti maður liðsins og sjaldan eða aldrei gert misstök. Hægt er að fullyrða að kaup KA á Sandor eru einhver þau bestu ef ekki lang bestu sem KA hefur gert enda Sandor löngu búinn að sýna það að hann er einn allra besti markmaður á Íslandi í dag.

Margir leikir eru eftirminnilegir með hann í rammanum en eftirminnilegast er þó líklega þegar hann varði 3 vítaspyrnur í vítaspyrnukeppni gegn ÍBV á Akureyrarvelli 4.Ágúst 2004 en hann er aðeins einn 5 markmanna á íslandi sem gert hafa slíkt. 

„Vítaspyrnukeppnir eru alltaf erfiðar. Þegar út í þær er komið þá er jafnt á komið með sóknarmönnum og markmönnum. Í dag hafði ég betur" sagði Sandor eftir þennan frækna leik.

Sandor fékk í gær viðurkenningu frá KA,  Fossil úr sem grafið var í 200 leikir fyrir KA. 

Við óskum Sandor til hamingju með þennan áfanga og vonum að leikirnir verði enþá fleiri! 


Gunnar Níelsson lætur hér Sandor fá forlátt Fossil úr við upphaf leiksins í gær.