Sandra María lagði upp mark í stórsigri Íslands

Sandra María lagði upp mark í dag
Sandra María lagði upp mark í dag

Sandra María Jessen leikmaður Þórs/KA lék allan tímann þegar kvennalandslið Íslands gjörsigraði Makedóníu 0-4 í dag en leikurinn fór fram í Skopje í Makedóníu og var liður í undankeppni EM. Sigur Íslands var aldrei í hættu en liðið var komið í 0-4 eftir hálftíma leik en náði ekki að bæta við fleiri mörkum. Aðstæður voru erfiðar á vellinum en það kom sem betur fer ekki í veg fyrir öruggan sigur.

Mar­grét Lára Viðars­dótt­ir skoraði fyrsta markið á 9. mín­útu með viðstöðulausu skoti úr víta­teign­um eft­ir fyr­ir­gjöf Hall­beru Guðnýj­ar Gísla­dótt­ur frá vinstri. Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir kom Íslandi í 2:0 með föstu skoti af 20 metra færi eft­ir að bolt­inn hrökk út til henn­ar eft­ir horn­spyrnu.

Harpa Þor­steins­dótt­ir skoraði þriðja markið á 17. mín­útu með viðstöðulausu skoti af markteig eft­ir send­ingu Söndru Maríu Jessen frá vinstri. Mar­grét Lára skoraði sitt annað mark á 30. mín­útu eft­ir send­ingu Fann­dís­ar Friðriks­dótt­ur í gegn­um miðja vörn Makedón­íu og staðan var 4:0 í hálfleik.

Flottur sigur hjá landsliðinu og gaman að sjá Söndru spila allan leikinn og leggja upp mark, næsti leikur liðsins er svo útileikur gegn Slóveníu á mánudaginn.