Bæði lið KA í Soccerademótinu sigruðu sína leiki um helgina. Meistaraflokksliðið vann Dalvík/Reyni 3-0 og endar því í efsta
sæti B-riðils og 2. flokkur sigraði KS/Leiftur 3-1 sem þýðir að liðið endar í 3. sæti A-riðils.
Staðan í A-riðli (KA2)
Staðan í B-riðli (KA)
KA 3 - 0 Dalvík/Reynir
1-0 Sigurjón Fannar Sigurðsson ('20)
2-0 Guðmundur Óli Steingrímsson ('21)
3-0 Hjalti Már Hauksson ('40)
Sandor
Haukur Hei. - Norbert - Sigurjón - Sveinbjörn
Túfa
Steinn G. - Guðmundur Ó. - Andri F. (F) - Hjalti M.
Dean M.
Varamenn: Ívar Guðlaugur Ívarsson, Haukur Hinriksson, Davíð Rúnar Bjarnason, Jakob Hafsteinsson, Árni Arnar
Sæmundsson, Magnús Blöndal.
- Allir komu við sögu í leiknum.
KA-menn hófu leikinn af krafti og höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn.
Fyrsta markið skoraði miðvörðurinn ungi, Sigurjón Fannar Sigurðsson, með flottum skalla eftir fyrirgjöf frá Dínó.
Einungis mínútu síðar skoraði Guðmundur Óli Steingrímsson annað markið eftir vel útfærða sókn og svo rétt fyrir
hálfleik bætti Hjalti Már Hauksson þriðja markinu við.
Liðið náði ekki að bæta við mörkum þrátt fyrir nokkur færi í síðari hálfleiknum og niðurstaðan
því 3-0 sigur.
Með sigrinum endar liðið í efsta sæti riðilsins með fullt hús stiga og markatöluna 12-1 og það
var mark úr víti.
Úrslitaleikur mótsins er gegn Þór og fer hann fram á föstudaginn nk. kl. 19:45.
Mynd: Sissi og Haukur Heiðar hressir eftir skallamarkið hjá Sissa. Hans fyrsta mark fyrir meistaraflokk.
KA2 3 - 1 KS/Leiftur
1-0 Númi Stefánsson
2-0 Árni Arnar Sæmundsson
3-0 Jakob Hafsteinsson
3-1
KS/Leiftur
Steinþór
Elís Orri - Sigurjón - Haukur Hin. - Arnar L.
Garðar
Kristján - Davíð R. - Árni A. - Ívar G.
Númi
Varamenn: Jón Heiðar Magnússon, Jakob Hafsteinsson, Ársæll Axelsson (M), Viktor Mikumpeti, Pálmar Magnússon,
Arnór Jónsson, Eiður Eiðsson.
- Allir komu við sögu í leiknum.
Strákarnir þurftu 4-0 sigur til að geta leikið um þriðja sætið í mótinu en það náðist ekki alveg
þó þeir hafi sannarlega fengið færi til þess að vinna leikinn með meiri mun.
Fyrsta markið skoraði framherjinn Númi Stefánsson sem er nýstiginn upp úr meiðslum en staðan var 1-0 í hálfleik. Árni Arnar
Sæmundsson bætti síðan við öðru markinu á 74. mínútu þegar hann var einn og óvaldaður innan teigs og kláraði
færið.
Jakob Hafsteinsson kom liðinu svo í 3-0 þegar hann komst inn í sendingu hjá andstæðingunum og slapp einn í gegn. KS/Leiftur náði
þó að minnka muninn með fallegu marki úr aukaspyrnu í lokin.
Lokatölur 3-1 og liðið endar því í þriðja sæti riðilsins og leikur um sæti gegn Völsung á laugardaginn nk. kl. 14:15