Selfoss vs KA í kvöld

KA skreppur í kvöld í heimsókn á Selfoss og mæta þar heimamönnum, leikurinn hefst klukkan 20:00 og allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að mæta og sjá KA menn rífa sig upp á nýjan leik.  Selfyssingar eru í 2 sæti með 10 stig en KA í 8 með 7 stig þannig það er stutt á milli og því verður að styðja vel við bakið á liðinu. Bein textalýsing verður á mbl.is í kvöld svo hægt verður að fylgjast með þar og einnig á facebook síðu KA.