Símamótsmeistarar 2010, A-lið 5. flokks kvenna ásamt þjálfurum sínum.
A lið 5. flokks náðu þeim frábæra árangri að verða Símamótsmeistarar í gær .
KA sendi stóran hóp þetta árið á Símamótið í Kópavogi en því lauk upp úr hádegi í gær.
Samtals 8 lið kepptu fyrir okkar hönd, 4 í 6. flokki og 4 lið í 5. flokki. Árangurinn var glæsilegur í 5. flokki, A liðið varð meistari
eftir úrslitaleik á móti Val, D liðið varð í 2. sæti, C liðið varð í 3. sæti og B liðið endaði í 9.
sæti.
Liðin í 6. flokki áttu marga snilldar leiki og stóðu sig alveg frábærlega, þó engu þeirra hafi tekist að komast á
verðlaunapall.
Bæði B liðin (í 5. og 6. flokki) urðu illilega fyrir barðinu á hlutkestinu sem hafði veruleg áhrif á röðun þeirra í
krossspili.
Veðrið lék svo sannarlega við allt okkar KA fólk á Kópavogsvelli en með stelpunum var stór hópur foreldra og systkina sem studdi dyggilega
við bakið á þeim.
Óskum öllum okkar keppendum innilega til hamingju með frábært mót.