KA leikur sinn síðasta leik á sunnudaginn áður en Íslandsmótið hefst en um er að ræða minningarleik gegn nágrönnunum í
Þór.

Leikurinn er
til minningar um Guðmund Sigurbjörnsson fv. formann Þórs en 10 ár eru liðin síðan hann lést úr krabbameini, þá aðeins 49
ára gamall.
Það er fjölskylda Guðmundar sem sér um skipulagningu leiksins með aðstoð Þórs en aðgangur áhorfenda að leiknum er frír.
Auk leiksins mun Jónsi í Svörtum Fötum mæta á svæðið og taka lagið fyrir gesti en heiðursgestur er Stefán Gunnlaugsson formaður
KA.
Þá verður dregið úr nöfnum áhorfenda sem mæta á leikinn og einn heppinn fær miða fyrir tvo á leik Tottenham og Liverpool í
ensku úrvalsdeildinni 11. maí næstkomandi.
Leikurinn er eins og áður segir seinasti leikur liðsins fyrir mót og verður gaman að sjá liðið en í síðasta leik þessara liða
fóru KA-menn með 2-0 sigur af hólmi í febrúar.
Þór - KA, sunnudaginn 4. maí 14:00 - Boginn