Síðasti leikurinn í Lengjubikarnum á morgun

Á morgun, laugardag, leika KA-menn síðasta leik sinn í Lengjubikarnum á þessu vori en það er úrvalsdeildarlið Vals sem mætir í heimsókn til Akureyrar.

Leikurinn fer að sjálfsögðu fram í Boganum og verður flautað til leiks kl. 15:00.

KA-menn hafa ekki komið vel útúr síðustu viðureignum þessara liða í Lengjubikarnum en núna verður vonandi bót á.

Ef þeir gulklæddu ná að sína sitt rétta andlit getur allt gerst og það sást bersýnilega þegar liðið lék gegn Breiðablik fyrr í mánuðinum þannig það eru allar líkur á hörkuleik.

Mynd: Þorvaldur Sveinn, sem nú er frá vegna erfiðra meiðsla, í baráttunni gegn Valsmönnum í leik liðanna vorið 2007.