Þórður eftir leikinn í kvöld
Okkar menn sigruðu topplið Hauka nú fyrr í kvöld, lokatölur leiksins voru 1-0. Það var ungverjinn David Disztl sem að skoraði sigurmark okkar
á 73. mínútu. Leikurinn var rólegur og það var lítið sem gladdi augað. Haukar voru sterkari aðilinn í fyrra hálfleik en
liðin voru nokkuð jöfn í þeim seinni.
Eftir leikinn sitjum við í 4. sæti deildarinnar með 10 stig. Þess má geta að þrátt fyrir að mörkin í sumar hafi ekki verið
mörg þá hefur KA aðeins fengið á sig 1 mark það sem af er sumri í deildinni. Nánari umfjöllun síðar.
Maður leiksins var einnig valinn að venju. Það var leikmaður nr. 15 Þórður Arnar Þórðarson sem hlaut titilinn að þessu sinni og
fékk fyrir það gjafabréf á veitingastaðnum Strikið.