Sigur á Þór í Soccerademótinu

KA sigraði annan leikinn í röð í Soccerademótinu á mánudagskvöldið en þá léku þeir gegn annars flokks liði Þórs í Boganum.

Staðan í B-riðli (KA)

KA 2 - 1 Þór2
1-0 Andri Fannar Stefánsson ('10)
2-0 Arnar Már Guðjónsson ('65)
2-1 Kristján Steinn Magnússon ('81) (Víti)
Rautt spjald: Sigurjón Fannar Sigurðsson (KA) ('81)

Sandor

Haukur Hei. - Norbert - Sigurjón - Ingi F.
Túfa
Guðmundur Ó. - Arnar M. (F) - Andri F. - Steinn G.
Arnór Egill



Varamenn: Steinþór Már Auðunsson, Jakob Hafsteinsson(Ingi Freyr, 53. mín), Sveinbjörn Már Steingrímsson(Arnór Egill, 36. mín), Davíð Rúnar Bjarnason, Haukur Hinriksson, Kristinn Þór Björnsson(Túfa, 64. mín), Magnús Birkir Hilmarsson(Haukur Heiðar, 59. mín).

KA-menn höfðu yfirhöndina mestmegnis allan leikinn og náðu oft á tíðum upp góðu spili en það var einmitt upp úr mjög flottu samspili að Arnar Már gaf inn fyrir á Andra Fannar sem kom KA-mönnum í 1-0.

Arnar Már bætti svo við öðru markinu á 65. mínútu þegar hann fékk boltann einn og óvaldaður í teignum eftir góðan sprett upp hægri kantinn hjá Magnúsi Birki sem þá var nýlega kominn inn á fyrir Hauk Heiðar í bakverðinum.

Þórsarar minnkuðu reyndar muninn á 81. mínútu þegar dæmd var vítaspyrna á Sigurjón Fannar sem lék í stöðu miðvarðar og var Sigurjóni einnig vísað af leikvelli þar sem sóknarmaður Þórs var kominn einn í gegn. Sandor kom engum vörnum við í vítinu en leiknum lyktaði með 2-1 sigri KA.

Næsti leikur liðsins er næstkomandi laugardagskvöld gegn nýstofnuðu liði Draupnis