Sigur hjá U-19: Andri og Haukur með stórleik

Andri og Haukur lögðu upp öll mörkin
Andri og Haukur lögðu upp öll mörkin
Fyrr í dag lék U-19 landsliðið 3 og síðasta leik sinn í undankeppni EM gegn Búlgaríu í grenjandi rigningu. Að vanda voru okkar menn Andri Fannar og Haukur Heiðar í byrjunarliði og áttu stórleik. Þeir félagur lögðu upp öll mörk liðsins eða þrjú talsins,  Andri lagði upp 2 mörk og Haukur lagði upp 1 mark en leiknum lauk með 3-2 sigri íslendinga. Ísland lenti tvisvar undir í leiknum en góður loka kafli og mörk frá Papa Faye og Arnari Sveini Geirssyni innsigluðu sigurinn.