Fyrstu leikirnir hjá KA og KA2 í Soccerademótinu fóru fram um seinustu helgi. KA-vann Völsung 3-0 en KA2 sem er skipað leikmönnum úr öðrum
flokki tapaði 2-0 fyrir Tindastól.
Staðan í A-riðli (KA2)
Staðan í B-riðli (KA)
KA 3 - 0 Völsungur
1-0 Guðmundur Óli Steingrímsson ('1)
2-0 Elmar Dan Sigþórsson ('40)
3-0 Guðmundur Óli Steingrímsson ('69)
Steinþór
Haukur Hei. - Elmar (F) - Kristinn - Hjalti
Túfa
Guðmundur Ó. - Arnar M. - Andri F. - Steinn G.
Andrés
Varamenn: Jakob Hafsteinsson, Sveinbjörn Már Steingrímsson, Haukur Hinriksson, Sigurjón Fannar Sigurðsson, Davíð
Rúnar Bjarnason, Arnór Egill Hallsson, Magnús Birkir Hilmarsson.
Liðsuppstillinguna má sjá hér að ofan en það sem helst vekur athygli er að Andrés Vilhjálmsson, sem lék með Þrótturum
sl. sumar, hóf leikinn í liði KA en hann er öflugur framherji sem er uppalinn hjá KA.
KA-komust yfir þegar tæplega mínúta var búin af leiknum eftir frábæra skyndisókn sem endaði með því að Guðmundur
Óli kláraði af stuttu færi í markið. Fyrirliðinn Elmar Dan var svo á ferðinni rétt fyrir hlé með mark númer tvö og
í seinni hálfleik bætti Guðmundur Óli við þriðja markinu og þar við sat.
Strákarnir eiga ekki leik um komandi helgi, næsti leikur er gegn Þór2 mánudaginn 26. janúar.
KA2 0 - 2 Tindastóll
0-1 Fannar Freyr Gíslason ('21)
0-2 Ingvi Hrannar Ómarsson ('87)
Halldór
Elís Orri - Sigurjón - Haukur Hin. - Jón H.
Garðar
Jakob H. - Davíð R. - Pálmar - Ívar G.
Óskar Þ.
Varamenn: Númi Stefánsson, Atli Þorvaldsson, Kristján Sindri Gunnarsson, Vilhjálmur Þórisson, Eiður
Eiðsson, Arnar Logi Valdimarsson, Viktor Mikumpeti.
KA2 er skipað leikmönnum annars flokks en þeir náðu ekki stigi gegn Tindastól þrátt fyrir ágætis leik.
Næsti leikur hjá KA2 er gegn Þór laugardaginn 17. janúar kl. 14:15 en ljóst er að það verður hörkuleikur þar sem um er að
ræða A-lið Þórs.
Mynd: Andrés Vilhjálmsson í baráttunni gegn Völsung.