Símamótið í gangi

Þessa stundina eru 43 stelpur frá KA að leika á Símamótinu sem fram fer í Kópavogi. Ásamt stelpunum eru 2 þjálfarar og fullt af fararstjórum og ekki má gleyma foreldrum.

Þjálfarnir eru Egill Ármann Kristinsson sem er með 24 stelpur úr 6.fl og Aðalbjörn Hannesson sem er með 19 stelpur í 5.fl á mótinu

Mótið hófst í morgun kl 9.00 og standa leikirnir enþá yfir þegar þetta er skrifað.

5.fl A-lið: Þær hafa nú þegar leikið 3 leiki. Af þessum þrem hafa þær unnið 1 og tapað 2

5.fl B-lið: Þær hafa einnig leikið 3 leiki og sama niðurstaða 1 sigur og 2 töp

6.fl A-lið: Þær hafa spilað 3 leiki og hafa gert 1 jafntefli og unnið 2 leiki

6.fl B-lið: Þær hafa spilað 3 leiki og hafa tapað þrem leikjum

6.fl C-lið: Þær hafa spilað 2 leiki og unnið báða leikina.

Öll liðin hjá KA hafa spila skemmtilegan fótbolta og er gleiðin algjörlega í fyrirrúmi. Veðrið er ekki til að skemma fyrir en í allan dag er búið að vera sól og blíða.

Fleiri fréttir af Símamótinu verða settar inn síðar.

- Egill Ármann Kristinsson