Sjóvá og Knattspyrnudeild KA endurnýja farsælt samstarf

Fremst frá vinstri: Gassi - Jón Birgir - Kristín. fyrir aftan frá vinstri: Páll - Rúnar
Fremst frá vinstri: Gassi - Jón Birgir - Kristín. fyrir aftan frá vinstri: Páll - Rúnar
Sjóvá og Knattspyrnudeild KA hafa endurnýjað samning um samstarf en Sjóvá hefur um árabil verið einn aðalbakhjarl Knattspyrnudeildar og stoltur stuðningsaðili deildarinnar til fjölda ára.
Markmið Sjóva er að styðja Knattspyrnudeild KA í íþrótta- og uppeldishlutverki sínu á Akureyri. Félagið vill taka þátt í mikilvægum samfélagslegum verkefnum en hluti félagsins rennur beint til N1 mótsins sem KA menn hafa framkvæmd með miklum myndarbrag um langt árabil

Það er von forsvarsmanna félaganna að framlenging samningsins komi báðum aðilum til góða í leik og starfi.

Á myndinni eru Rúnar Ingi Kristjánsson starfsmaður Sjóvá, Kristín Hilmarsdóttir starfmaður Sjóvá, Páll Jónsson varaformaður Knattspyrnudeildar, Gunnar Gunnarsson framkvæmdarstjóri Knattspyrnudeildar og Jón Birgir Guðmundsson svæðisútibústjóri Sjóvár á Akureyri.