Brian Gilmour er fæddur 1987 og er því 24 ára gamall. Hann hóf sinn feril hjá hinu þekkta liði Glasgow Rangers og síðan hefur hann spilað með skosku liðunum Clyde, Queen of the South og Stenhousemuir, enska liðinu Lincoln City og finnska liðinu FC Haka, en með því liði spilaði Gilmour m.a. í Evrópukeppninni gegn danska liðinu Bröndby keppnistímabilið 2008-2009. Gilmour hefur einnig spilað með landsliðum Skotlands U-19 og U-20.
Sem fyrr segir verður Brian Gilmour löglegur í leiknum mikilvæga á Akureyrarvelli á morgun, þriðjudag, kl. 18.15. Full ástæða er til að hvetja alla stuðningsmenn KA að fjölmenna á Akureyrarvöll á morgun og styðja strákana til sigurs. Á köflum spilaði liðið skínandi vel á móti ÍR og voru klár batamerki á leik liðsins. Vonandi fylgja strákarnir því eftir á heimavelli á morgun.