Farið var með þjálfara Arsenalskólans uppá skotsvæði á miðvikudaginn og þeir fengu að reyna sig á rifli og haglabyssu, skemmst
er frá því að segja að ég, Andrew og Sævar vorum hlutskarpastir með haglabyssuna og tókum 3 af 5 dúfum en með riflinum var það
Scarlett sem var hlutskörpust við mikla gremju viðstaddra. Svo var farið í hvalaskoðun og á sjóstöng þar sem þeir fengu að prófa
aðra tegund af skoti eða íslenskt brennivín og að sjálfsögðu hákarl með.