Mánudaginn 1. maí leikur KA sinn fyrsta leik í Pepsi deildinni þegar liðið sækir Breiðablik heim. Mikil eftirvænting er fyrir sumrinu hjá öllum KA mönnum og ætla stuðningsmenn að fjölmenna á leikinn. Skráning í rútuferð er hafin og kostar ferðin litlar 1.500 -kr. Innifalið í því eru léttar veitingar á leiðinni og miði á leikinn.
Búast má við fjölmörgum stuðningsmönnum á leikinn en góður kjarni er búsettur á höfuðborgarsvæðinu sem lætur sig sjaldan vanta.
Skráning fer fram á vefsíðu stuðningsmanna: http://lififyrirka.is/2017/04/17/breidablik-ka-rutuferd/
Brottfaratími og nánari upplýsingar koma síðar en reiknað er með að leggja af stað um 10:00 frá KA heimilinu.