Skrifað undir styrktarsamninga við yngriflokkastarf KA í knattspyrnu

Frá vinstri: Sigmundur E. Ófeigsson, frkvstj. Norðlenska, Einar Ingimundarson, frkvstj.  Íslenskra v…
Frá vinstri: Sigmundur E. Ófeigsson, frkvstj. Norðlenska, Einar Ingimundarson, frkvstj. Íslenskra verðbréfa, Unnur Sigurðardóttir, form. yngriflokkaráðs KA í knattspyrnu og Steingrímur Birgisson, frkvstj. Hölds. Mynd. Sævar Geir Sigurjónsson.
Á kynningarkvöldi knattspyrnudeildar í gærkvöld var skrifað undir þrjá styrktarsamninga við yngriflokkastarf KA í knattspyrnu. Fyrirtækin sem samið var við að þessu sinni eru Íslensk verðbréf, Norðlenska og Höldur. Fjórða samstarfsfyrirtækið er Brynja ehf. og verður skrifað undir samning við það á næstu dögum. Í fyrra var skrifað undir samstarfssamning yngriflokkastarfsins við Bústólpa. Þessir samstarfssamningar gera það að verkum að yngriflokkastarfið getur látið öllum iðkendum yngri flokka félagsins í sumar, sem má ætla að verði fast að 500, í té KA-jakka sem búbót með æfingagjöldum í sumar. Þetta er stórt og glæsilegt verkefni sem hefði ekki verið hægt að ráðast í ef ekki hefði komið til þessi veglegi stuðningur fyrirtækjanna. Fyrir hann vill yngriflokkastarf KA þakka af heilum hug.