Viltu reyna þig á iðagrænum Akureyrarvelli?
Eins og flestir sem sótt hafa heimaleiki KA í sumar vita hefur áhorfendum verið gefin kostur á að reyna við sláarskot
í hálfleik. Sláarskotið er í samstarfi við Flugskóla Akureyrar en skólinn býður upp á nám til einkaflugmannsréttinda.
Á heimasíðu skólans,
flugnam.is, er hægt að bóka kynnisflug þar sem námið er kynnt
ítarlega og viðkomandi fer í flugferð.
Sláarskotið er þannig framkvæmt að áhugasamir áhorfendur skrifa sig á miða sem eru afhentir í
miðasölu. Útfylltum miðum þarf svo að skila fyrir miðjan fyrri hálfleik á sama stað. Dregið er úr útfylltum miðum og
þeir heppnu tilkynntir af vallarþuli. Áhorfendum er skipt í tvo flokka eftir aldri þar sem hinir eldri skjóta frá vítateigsboga (fæddir 1998
og fyrr) og hinir yngri skjóta frá vítapunkti (fæddir 1999 og síðar).
Sparkvissir áhorfendur hljóta svo veglegan vinning frá Flugskóla Akureyrar en þeir geta valið milli þess að vera farþegar í
útsýnisflugi eða listflugi. Einn áhorfandi hefur hitt slánna í sumar en það var enginn annar en Heimir Örn Árnason leikmaður Akureyrar
Handboltafélags sem gerði það í fyrsta heimaleik tímabilsins gegn ÍR.
Mættu á skotskónum!