Á laugardaginn koma Húsvíkingar og spila við okkur í Boganum kl. 14.15. Völsungur eru
núverandi Soccerademeistarar eftir að hafa lagt okkur að velli í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum seinasta vetur.
Á sunnudaginn tekur KA 2 á móti Dalvík/Reyni kl. 16.15 í Boganum.
KA
Allir leikmenn KA eru tilbúnir í slaginn um helgina að þeim undanskyldum Magnúsi Blöndal og Orra Gústafssyni en eiga þeir báðir
við meiðsl að stríða. Undanfarinn ár hefur KA 2 einungis verið skipað leikmönnum úr 2. flokki en að þessu sinni mun það vera
blandað en uppistaðan verður þó líklega 2. fl í því liði. Eins og Gunnlaugur sagði í viðtali við heimasíðuna
þá mun hann nota þetta mót til að fá enn betri mynd á þann hóp sem hann hefur í höndunum.
Völsungur
Þetta er þriðja ár Jóhanns Kristins Gunnarssonar sem þjálfari liðsins en undir hans stjórn hefur liðið náð virkilega
góðum árangri. Árið 2009 fór liðið upp úr 3. deildinni taplaust og seinasta sumar þá endaði liðið í 3. sæti 2.
deildar. Völsungur byrjuðu rólega seinasta sumar en kláruðu deildina með stæl, unnu alla leiki seinni umferðarinnar nema einn og þar af átta
seinustu leiki sumarsins. KA-maðurinn Steinþór Már Auðunsson þótti standa sig vel á milli stanganna en það var þó
varnarmaðurinn Aron Bjarki Jósepsson sem var valinn leikmaður ársins á lokahófi félagsins. Það var enginn afgerandi markaskorari hjá
Völsungi seinasta sumar en var þó efnilegasti leikmaður liðsins, Hrannar Björn Steingrímsson, fremstur á meðal jafningja í deildinni með
átta mörk.
Nokkuð ljóst er að Völsungur hefur að skipa mörgum hæfileikaríkum einstaklingum innan sinna raða og er því líklegt að
þetta mun vera hörku leikur. Það er þó skarð fyrir skyldi að Steinþór Már verður ekki með en hann er að ná sér
að meiðslum. Þá munu bræðurnir Hrannar Björn og Hallgrímur Mar Steingrímssynir leika með KA í Soccerademótinu.
Dalvík/Reynir
Atli Már Rúnarsson þjálfari liðsins kom Dalvík/Reyni upp úr 3. deildinni seinasta sumar eftir langþráða bið í
Dalvíkurbyggð. Liðið er með óbreyttan mannskap frá sumrinu sem er að mestu skipaður heimamönnum. Hermann Albertsson er þeirra besti
leikmaður en hann á að baki 33 leiki í efstu deild með FH og Víking R. Frá árunum 2003-2007. Ingvar Már Gíslason
aðstoðarþjálfari meistaraflokks KA lék með Dalvík/Reyni síðasta sumar en lagði skónna á hilluna eftir að hann ákvað
að verða aðstoðarmaður Gunnlaugs.