Soccerade: Sigur hjá KA 1

Andrés skoraði laglegt mark í dag.
Andrés skoraði laglegt mark í dag.
KA 1 tryggði sér 1. sæti B-riðils með 3-1 sigri gegn Þór 2. 
Fyrst stóð í fyrirsögninni að liðið væri búið að tryggja sig í úrslitaleikinn en svo er ekki þar sem það gildir að ef lið eru jöfn að stigum þá gildir markatalan fyrst en ekki innbirgðis viðureign eins og fréttaritari hélt.


KA 3-1 Þór 2
0-1
1-1 Davíð Rúnar Bjarnason / sjálfsmark
2-1 Andrés Vilhjálmsson
3-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson

Byrjunarlið
Sandor Matus, Haukur Heiðar Hauksson, Haukur Hinriksson, Sigurjón Fannar Sigurðsson, Jón Heiðar Magnússon, Srdjan Tufegdzic, Guðmundur Óli Steingrímsson, Davíð Rúnar Bjarnason, Jakob Hafsteinsson, Andrés Vilhjálmsson og Arnór Egill Hallsson.

Varamenn
Steinn Gunnarsson (Túfa), Jóhann Örn Sigurjónsson (Arnór Egill), Hrannar Björn Steingrímsson (Andrés), Ævar Ingi Jóhannesson (Jakob), Ómar Friðriksson (Steinn), Hallgrímur Mar Steingrímsson (Guðmundur Óli), Ívar Guðlaugur Ívarsson og Stefán Hafsteinsson.

Eins og við mátti búast mættu Þór 2 til leiks með það hugafar að leggja allt sitt undir. Í byjrun var aftur á móti allt KA liðið á hælunum og kom það í bakið á okkur strax á þriðju mínútu þegar Þórsarar skoruðu eftir hornspyrnu. Fljótlega komumst við þó í takt við leikinn og átti Haukur Heiðar tvær flottar sendingar inn í fyrst á Jakob en svo á Guðmundur Óli sem voru báðir nálægt því að skora. Þegar rúmlega háfltími var liðinn gáfu Þórsarar í og áttu t.d. eina sókn þar sem þeir voru þrisvar nálægt því að skora. Á 44. mín tók markvörður Þórsarar Guðmund Óla niður en á einhvern óskiljanlegan hátt ákvað Bjarni Hrannar dómari leiksins að dæma ekkert. Hálfleikurinn endaði með að Jakob átti skalla í slá úr góðu færi eftir sendingu frá Guðmundi Óla. Þórsarar leiddu því í hálfleik ef eitthvað er sanngjarnt.

Gunnlaugur virðist hafa talað við sína menn í hálfleik en áttu Þórsarar lítinn séns í honum. Það var ekki mikið búið þegar að Andrés (held ég) átti góðan kross á Davíð Rúnar sem tók á móti honum og setti hann framhjá markverði Þórs sem hafði fengið boltann nokkrum sinnum í sig í fyrri hálfleik. Varnarmaður Þórs tæklaði svo boltann inn en engu að síður mjög vel gert hjá Davíð Rúnari. Eftir þetta vorum við líklegri og sóknin bar árangur þegar að Andrés náði að snúa varnarmann Þórs af sér við endalínuna og hamraði honum svo í þaknetið. Þegar 10. mín voru eftir skallaði Ómar í slá úr algjöru dauðafæri eftir góðan kross frá Davíð Rúnari. Hallgrímur Mar innsiglaði svo sigurinn með glæsilegu skoti fyrir utan teig, þéttingsfastur bolti sem markvörður Þórs var aldrei líklegur til að verja. Bróðir hans, Hrannar Björn, ætlaði ekki að vera minni maður rétt fyrir leikslok en þrumuskot hans fór ekki inn að þessu sinni. Ekki má gleyma flottum töktum Sandors í restina en þá slapp Þórsari inn fyrir, það má segja að Sandor hafi tekið hann á taugum en hann beið þangað til skotið kom og varði það þá auðveldlega. 

Þegar uppi er staðið þá var þetta kaflaskiptur leikur. Í fyrri hálfleik fengu Þórsararnir of mörg færi en á sama skapi fengum við nokkur færi líka. Eins og áður hefur komið fram var seinni hálfleikurinn mun betri og er klárlega hægt að byggja á honum. Næsti leikur liðsins er gegn Magna næsta sunnudag kl. 20.15.