Arnór Egill skoraði fyrsta mark liðsins i dag.
KA 2 lagði í dag Dalvík/Reyni 3-2 í sínum fyrsta leik í Soccerademótinu. Mörk KA skoruðu Arnór Egill, Hallgrímur Mar og
Viktor Mikumpeti skoruðu mörk KA.
Sævar Geir Sigurjóns ljósmyndari var á svæðinu og smellti nokkrum myndum af. Myndirnar má sjá með að smella
hér.
Byrjunarlið
mark: Fannar vörn: Ásgeir Vincent, Sigurjón Fannar, Ingvar Vidic og Jón Heiðar
miðja: Hinrik, Steinn og Ómar
sókn: Hrannar Björn, Arnór Egill og Hallgrímur Mar
Bekkur: Egill (m), Magnús, Guðmundur Oddur, Jóhann Örn, Stefán, Viktor Mikupeti og Vilhjálmur Herrera.
Á upphafsmínútum var KA mun meira með boltann án þess að skapa sér færi. Á 15. mínútu komst Arnór einn
í gegn og var brotið á honum. Spurning hvort ekki hefði verið rétt að veifa rauða spjaldinu þar sem aftasti maður tók hann
niður. Jón Heiðar Magnússon tók aukaspyrnuna og átti gott skot að marki sem markmaður Dalvík/Reynis varði ágætlega en
þó út i teiginn þar sem Arnór náði frákastinu og skoraði. Ingvar Gíslason aðstoðarþjálfari KA og
fyrrumleikmaður Dalvíkur hóf leikinn fyrir KA í miðvarðarstöðunni. Hann meiddist þó um miðjan fyrri hálfleik og þurfti
að yfirgefa völlinn. Í hans stað kom Stefán Hafsteinsson inn á. KA hélt góðum tökum á leiknum og lítil
hætta skapaðist við mark KA fyrr en á 31. mínútu þegar einn leikmaður Dalvíkur komst í gegn og ætlaði að vippa yfir Fannar
Hafsteinsson í markinu en hann sá við honum. Dalvík jafnaði þó leikinn á 34 mínútu eftir að Fannar hafði misst
boltann í teignum. Staðan því í hálfleik 1-1.
Seinni hálfleikur var mun opnari en sá fyrri og fleiri færi litu dagsins ljós. KA var þó mun sterkari aðilinn og skapaði sér nokkur
góð færi. Dalvík átti líka sín færi. Á 51. mínútu sólaði Hallgrímur inn í teig og
átti lúmskt skot sem rataði í netið og kom KA í 2-1. Áfram hélt KA að sækja og Hrannar átti meðal annars skot
í stöng auk þess sem Aksentije Milisic komst í dauðafæri en skot hans fór rétt yfir. Hinum megin varði Egill Sigfússon í
tvígang ágætlega en hann hafði komið inn á fyrir Fannar á 60. mínútu. Á 67. mínútu kom Viktor KA í góða
stöðu með frábæru skoti með hægri fæti. Á lokamínútum leiksins klóruðu Dalvíkingar í bakkann með
góðu skoti fyrir utan teig. Niðurstaðan var því 3-2 sigur fyrir KA2 og verður að segjast að þá eru ágæt
úrslit. Hallgrímur, Ásgeir og Jón Heiðar áttu fínan leik fyrir KA.
- Aron Pétursson
Sjáðu fyrsta mark okkar hér:
.
Sjáðu jöfnunarmark Dalvíkur hér: