Soccerade: KA í úrslit (Umfjöllun og Tölfræði)

Doktorinn lét vel í sér heyra að vanda og Orri var virkilega sprækur
Doktorinn lét vel í sér heyra að vanda og Orri var virkilega sprækur
KA tók á móti Magna í gærkveldi í Boganum, eins og við var að búast var skítakuldi.  Byrjunarlið 
 Sandor
Jakob-Haukur-Ingvar-Víkingur
Orri-Davíð-Aksentije-Jón H
     Guðmundur
        Andrés

Bekkurinn: Kristján Freyr Óðinsson(Jakob 80´) Ævar Ingi Jóhannesson(Aci 70´) Gauti Gautason(Ingvar 80´) Jóhann Örn Sigurjónsson (Jón 45´) Aron Pétursson(Orri 80´) Stefán Hafsteinsson

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og einkendist af mikilli baráttu og kílingum fram völlin en KA menn voru sterkari allan leikinn. 
Strax á 2.mín átti Orri Gústafsson skalla rétt yfir eftir sendigu frá Jakobi. Orri átti feikilega góðan leik og var einn af betri mönnum KA, en hann er að komast í gang eftir fótbrot
Í flestum tilfellum ákváðu KA menn að dúndra boltanum fram en þegar flæði komst á leikinn og miðjumennirnir fengu að vera með skapaðist alltaf hætta. Á 19 mín héldu KA menn boltanum vel sem endaði með fyrirgjöf frá Orra út í teiginn beint á Jón Heiðar Magnússon sem átti ekki í vandræðum með að leggja boltan í netið og KA komnir í 1-0. 7 mínútum síðar fengu Magna menn aukaspyrnu rétt fyrir utan teig eftir að gamli jaxlinn Ingvar Gíslasson braut af sér, KA menn voru að stilla sér í myndarlegan vegg þegar Magna menn fengu þá flugu í höfuðið að taka spyrnuna snöggt og lummuðu boltanum í hornið. Má deila um það hvort þetta sé löglegt eður ey þar sem markmaður á að fá að stilla upp vegg áður en aukaspyrnan er tekin en þetta kom ekki að sök þar sem KA komst yfir 4 mínútum seinna, og var þar að verki Orri Gössa sem fékk boltan eftir afleitt skot eða frábæra sendingu frá Andrési Vilhjálms og kláraði með stakri prýði inní markteig og staðan 2-1 þegar Marínó dómari flautaði til hálfleiks.

Ein breyting var gerð í hálfleik og kom það í hlut Jóns að yfirgefa völlinn í stað hans koma Jóhann Örn Sigurjónsson efnilegur framherji úr öðrum flokki, og það tók hann ekki nema 5 mínútur að skora, En og aftur kom Orri upp kantinn, sendi jarðarbolta á Jóa sem var frír á nær stöng og smellti boltanum í slánna og inn. 
Það sem eftirlifði leiks gerðist lítið KA menn mikið meira með boltann, en Magni átti eina eða tvær sóknir sem voru auðveldlega afgreiddar af varnarmönnum KA. Sigur 4-1 var staðreynd og KA komnir í úrslit Soccerade mótsins.
Úrslitaleikurinn fer fram að öllum líkindum 13.febrúar

Það sem vakti mesta athygli hjá undirrituðum voru varamenn KA sem fengu að spreyta sig, 
Ævar Ingi kom inná í annað skipti í vetur en hann er fæddur 1995, hann var virkilega sprækur á kantinum og var tekinn illa niður í tvígang, 
Aron Pétursson kom inná í fyrsta skipti með meistaraflokki en hann er líkt og Ævar, fæddur 1995, Aron var sprækur þessar mínútur sem hann fékk og náði einu skoti að marki
Gauti Gautason lét einnig sjá sig en hann er virkilega efnilegur miðvörður sem fæddur er 1996
Kristján Freyr Óðinsson mætti á svæðið en hann er fæddur 1993 og var þetta hans annar leikur fyrir meistaraflokk

Tölfræði:

Skot (á markið):
KA: 20 (6)
Magni: 5 (3)

Skot KA (á markið):
Andrés Vilhjálmsson: 6 (0)
Orri Gústafsson: 4 (3)
Jóhann Örn Sigurjónsson: 3 (2)
Guðmundur Óli Steingrímsson: 3 (0)
Jón Heiðar Magnússon: 2 (1)
Aron Pétursson: 1 (0)
Jakob Hafsteinsson 1 (0)

Varin Skot:
Sandor Matus: 2

Brot:
Ingvar Gíslason: 2
Orri Gústafsson: 2
Aksentije Milisic: 2
Guðmundur Óli: 2
Andrés Vilhjálms: 1
Jóhann Örn: 1

Rangstæður:
Jón Heiðar: 2
Jóhann Örn: 1

Stoðsendingar:
Orri Gústafsson: 2
Andrés Vilhjálms: 1