Soccerade: KA sigraði Tindastól/Hvöt (Myndir)

KA sigraði Tindastól/Hvöt í Soccerade mótinu í Boganum í gær með tveimur mörkum gegn einu. Þar með eru okkar menn komnir með sex stig í B-riðli eftir tvo leiki eins og Þór 2, en þessi lið mætast einmitt í næstu umferð nk. sunnudag, 30. janúar kl. 14.15.

Gestirnir vestan Tröllaskaga komust yfir með marki á 15. mínútu, en Ívar Guðlaugur Ívarsson jafnaði metin á 38. mínútu eftir fína fyrirgjöf Andrésar Vilhjálmssonar frá vinstri. Liðin skiptust á að sækja í seinni hálfleiknum, en lítið var um marktækifæri. Þegar ein mínúta var komin framyfir venjulegan leiktíma átti KA hornspyrnu og úr henna
skoraði Aðalbjörn Hannesson sigurmark KA. Þessi leikur fær ekki fegurðarverðlaun, enda ekki við því að búast því að þjálfararnir Gunnlaugur og Ingvar Már notuðu hann til þess að prófa sig áfram með ýmis útfærsluatriði og “keyrðu” á mörgum mönnum. Í A-riðli Soccerade mótsins er KA 2 einnig með fullt hús stiga eftir tvo leiki.

Sævar Geir Sigurjónsson var með myndavélina á lofti. Hér getur þú séð myndir frá leiknum.

Næsti leikur þeirra er nk. laugardag, 29. janúar kl. 17.15 gegn Draupni