15.02.2010
Úrlistaleikur um 1. sætið á Soccerade-mótinu fór fram í gærkvöld. Þar mættu okkar menn liði Völsungs. Staðan var 1 - 1
eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni sem Völsungar unnu svo. Deanó sagði í samtali við
tíðindamann síðunnar að honum hafi fundist við vera mun betri aðilinn í leiknum en vandamálið hafi bara verið að við gátum ekki
klárað færin. Næstu helgi hefst svo Lengjubikarinn og verður spennandi að sjá hvernig okkar menn standa sig þar.