Á sunnudaginn leikur KA 1 gegn Magna kl 20.15.
Á mánudaginn leikur KA 2 gegn Þór 1 kl 19.00 en sá leikur er jafnframt úrslitaleikur A-riðils.
KA 1 & 2
Við höfum hingað til unnið alla okkar leiki á mótinu. Yngri leikmenn hafa fengið smjörþefinn af meistaraflokks leikjum en alls hafa fjórir
strákar úr 3. fl leikið á mótinu. Einhver forföll eru í hópnum að þessu sinni en eins og máltækið segir, það
kemur maður í manns stað. Jafntefli dugar KA 1 til að tryggja sér 1. sæti B-riðils. KA 2 þarf aftur á móti sigur gegn Þór 1
þar sem Þór 1 hafa betri markatölu.
Magni
Hannes Jón Jónsson er að hefja sitt annað tímabil sem þjálfari. Í fyrra varð liðið undir hans stjórn í 2. sæti
D-riðils í 3. deildinni en tapaði gegn Tindastól í úrslitakeppninni. Ibra Jagne sem spilaði með KA sumarið 2007 er allt í öllu í
liði Grenvíkinganna. Aðrir leikmenn eru flestir uppaldir úr KA eða Þór. Í Soccerade hefur liðið tapað gegn Þór 2 og
Völsungi illa en unnu góðan sigur gegn Tindastól.
Þór
Hafa unnið alla þrjá leiki sína örugglega en voru þó ekki sannfærandi framan af gegn Dalvík/Reyni og KF. Liðið endaði í
2. sæti 1. deildar seinasta sumars og leika því í Pepsideildinni í sumar. Liðið er sem stendur með nánast sama mannskap og seinasta sumar. Á
mánudaginn eru þeir klárlega sigurstranglegri aðilinn gegn KA 2 en eins og oft hefur komið á daginn þá getur allt gerst í fótbolta.
Leikurinn á mánudaginn er úrslitaleikur A-riðils en bæði Þór og KA 2 eru með fullt hús stiga.