Davíð Rúnar í baráttunni við leikmann Völsungs.
KA-menn léku gegn Völsungum í opnunarleik Soccerademótsins um helgina og hefndu fyrir ófarirnar síðasta vetur gegn Húsvíkingum með 2 - 0
sigri.
Síðasta vetur í Soccerademótinu töpuðu KA-menn í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik gegn Völsungum í hörkuleik en
núna höfðu þeir gulklæddu yfirhöndina.
Sævar Geir Sigurjónsson var á leiknum og mundaði vélina. Myndasafnið má sjá með því að smella
hér.
Völsungur 0 - 2 KA
0-1 Haukur Heiðar Hauksson (39)
0-2 Arnór Egill Hallsson (84)
Sandor
Haukur He - Aðalbjörn - Haukur Hi - Víkingur
Jakob - Túfa - Davíð R - Ívar G.
Guðmundur Óli
Janez
Varamenn: Jón Heiðar Magnússon(Ívar 76. mín), Andrés Vilhjálmsson(Jakob 61. mín), Arnór Egill
Hallsson(Janez 76. mín), Fannar Hafsteinsson, Ómar Friðriksson(Túfa 76. mín), Steinn Gunnarsson, Sigurjón Fannar Sigurðsson.
KA-menn byrjuðu leikinn töluvert betur en Völsungar og fengu tvö fín færi til að brjóta ísinn en markvörður Völsunga var vel vakandi.
Völsungar áttu svo aukaspyrnu í slá áður en KA-menn komust yfir undir lok fyrri hálfleiks. Eftir hornspyrnu reyndu Völsungar að hreinsa frá
markinu en boltinn fór í Hauk Heiðar á marklínunni og inn. Ódýrt en telur eins og öll önnur mörk og KA-menn með 1-0 forystu inn
í hálfleikinn.
Síðari hálfleikurinn byrjaði ekki eins vel og voru Völsungar nokkuð sprækir fyrsta stundarfjórðunginn áður en KA náði aftur
tökum á leiknum.
Annað markið kom á 84. mínútu en þá endaði vel útfærð skyndisókn með fyrirgjöf út í teig frá Hauki
Heiðari þar sem Arnór Egill kom á ferðinni og kláraði vel.
Niðurstaðan 2-0 sigur og fín byrjun á mótinu. Næsti leikur er laugardaginn 22. janúar gegn nýsameinuðu liði Tindastóls/Hvatar.