KA
KA hefur verið á góðu skriði á undirbúningstímabilinu og búnir að vinna alla sína leiki. Tveir leikmenn hafa gengið til liðs við félagið og er það þeir Víkingur Hauksson og Andrés Vilhjálmsson. Þá eru bræðurnir Hrannar Björn og Hallgrímur Mar Steingrímssynir að ganga til liðs við félagið frá Völsungi, en þeir hafa báðir spilað með liðinu á Soccerademótinu.
Það sem gaman hefur verið að sjá til liðsins frá sama tíma og í fyrra er að ungir leikmenn eru að fá mun fleiri tækifæri og virðist vera mikil ánægja og mikil leikgleði í hópnum.
Þór
Erkifjendur okkar hafa staðið sig með prýði hingað til á undirbúningstímabilinu og unnið alla sína leiki líkt og KA. Þeir hafa skorað 25 mörk og fengið aðeins á sig 1 í þeim fjórum leikjum sem leiknir hafa verið á Soccerademótinu.
Gaman verður að fylgjast með David “hárfagra” Disztl og hvernig hann muni plummi sig í rauðum og hvítum búningi.
Smá fróðleikur
Liðin hafa mæst 48sinnum síðan tímabilið 1975
KA unnið 15
Þór unnið 22
11 sinnum hefur verið jafnt
KA hafa skorað 61mark
Þór skorað 62
Stærsti sigur KA á Þór er mörgum en í fersku minn en hann kom 28. Maí 2005, þegar KA vann 6-1. Mörkin skoruðu þeir Pálmi Rafn Pálmasson(2), Aðstoðarþjálfari þórs Hreinn Hringsson skoraði 2 mörk og þá skoruðu nafnarnir Jóhann Helgason og Þórhallson sitt markið hvor.