Soccerade - mótið hafið! KA sendir meistaraflokk og 2. flokk

Haukur Heiðar etur kappi við Þórsara á sama móti fyrir tveim árum.
Haukur Heiðar etur kappi við Þórsara á sama móti fyrir tveim árum.
Hið árlega Soccerade - mót hófst í dag. Mótið er hugsað sem undirbúningsmót fyrir liðin hér á norðurlandi en alls eru 10 lið skráð til leiks en mótið stendur til 21. febrúar. Fyrsti leikur KA manna á mótinu er á morgun þegar 2. flokkur etur kappi við Samherja úr Eyjafjarðarsveit. Það er um að gera fyrir alla fótboltaþyrsta KA menn að mæta í Bogann á morgun en leikurinn hefst kl 14:15. Næstu helgi munu svo bæði meistaraflokkur og 2. flokkur keppa þannig að það verður nóg að spennandi hlutum að gerast í boltanum á næstu vikum. KA síðan verður með litla hliðarsíðu tileinkaða mótinu þar sem hægt er að sjá leikjaniðurröðun, riðla og einnig samantekt yfir allar fréttir sem skrifaðar verða um mótið. Þú getur smellt hér eða farið í "Soccerade mótið" í valmyndinni hér að ofan.