2 dagar: KA menn spá í spilin fyrir komandi leiktíð (3/3)

Nú eru aðeins tveir dagar í mót og þá birtist síðasti hlutinn þar sem KA-menn spá í spilin fyrir sumarið. Í þetta skipti eru sex spámenn og hægt að segja að um er að ræða algjörar kanónur! Fyrstan má nefna Jón Óðinn Waage eða Óda Júdó eins og hann er alltaf kallaður hann þarf ekkert að kynna frekar en mann númer tvö, legöndið Þorvald Makan, næstur kemur svo Gunnar Þórir Björnssonm, harður stuðningsmaður, því næst Ragnar Heiðar Sigtrygsson, sem situr í svokallaðari vallarnefnd hjá félaginu þá er röðin komin að Sigga Gunnars, útvarps-, sjónvarps og Derby mann,i og að lokum er það svo Davíð Már Kristinsson, harður KA- maður.

Jón Óðinn Waage: 3.sæti


Mér fannst þeir lélegir í fyrra, litu út eins og þeir væri alls ekki tilbúnir.  Nú lítur þetta betur út, ætla að spá því að þeir verði mun burðugri í ár, 3. sæti.

 












Þorvaldur Makan: 5.sæti


Eins og ávallt fer maður inn í sumarið fullur væntinga og viss um að KA verði í toppbaráttunni.  Þrátt fyrir að hafa ekki séð liðið spila í vetur þá hef ég heyrt nokkuð um það og ég er viss um að menn séu á réttri leið með það. 

Liðið hefur styrkst með tilkomu Síló og Gunna og Elmars í fyrra.  Ég held að það sé mjög mikilvægt upp á framtíðina að hafa harða KA-menn með mikla reynslu í liðinu.  


KA er með frábæran markmann, vanmetinn miðjumann (Túfa) og fullt af efnilegum strákum frá Akureyri og Húsavík.  Eins og fleiri þá hefði ég viljað sjá afgerandi markaskorara, sorry Elmar, þú ert það ekki. En umgjörð liðsins er mikill styrkur, góðir þjálfarar, góð stjórn, heimilisandi í félaginu og doktorinn, hann er mikilvægur.


Í sumar er deildin geysilega öflug, þar eru mörg góð lið með mikla reynslu og flestir þjálfararnir hafa enn meiri reynslu.  Hún verðu því jöfn og spái ég KA því í 5 sæti.  En ef menn hafa gaman af þessu, ná upp góðri stemmingu á heimavellinum þá gæti liðið nartað í úrvalsdeildarsæti.  


Með baráttukveðju 

Makan




 

Gunnar Þórir Björnsson: 4.-7. sæti.

 

Þær leikmannabreytingar sem hafa orðið á hópnum í sumar eru mér mjög að skapi og finnst mér KA-liðið vera vel mannað í flestum stöðum vallarins. Sérstaklega er ánægjulegt að sjá uppalda KA-stráka koma aftur heim og það þegar þeir eru á topp fótboltaaldri. Endurkoma Jóa Síla og Gunnars Vals gerir það einnig að verkum að aldursdreifingin í hópnum er betri en oft áður, reynsla í bland við unga efnilega leikmenn. Ég er að vonast eftir því að Hallgrímur muni springa út í sumar, enda hæfileikaríkur drengur. Svo verður gaman að sjá Ómar, Jakob og Ævar spila frekar stór hlutverk. 


Varðandi spá fyrir sumarið þá býst ég við því að KA-liðið eins og það er í dag muni enda í 4.-7. sæti en ef það tekst að finna góðan framherja (13+ mörk) þá ætti KA að geta blandað sér í toppbaráttuna.






Ragnar Heiðar Sigtyggsson: 2.-3. sæti.


Ég hef fulla trú á því að sumarið í ár verði sumarið sem við loksins berjumst almennilega um að komast í deild þeirra bestu. Ungu leikmennirnir okkar hafa verið stígandi síðust tímabil og munu koma dýrvitlausir inn í þetta sumar undir tryggri hönd manna eins og Elmars Dans, Jóa Síla, Túfa, Sandors og fleiri reynslubolta.


Hinn gullni meðalvegur í reynsla vs ungir og graðir er vandfundinn, en ég held að Gulli hafi komist mjög nálægt honum í ár.


Eitt er þó sem ég vil koma að er að þótt við séum með góða framherja, þá tel ég okkur vanta +10 marka mann frammi, ef það er eitthvað sem mun halda okkur í deild hinna næst bestu, þá er það markaþurrð, en vörnin og miðja tel ég vera samkeppnishæf við nokkur lið í Pepsi.


Svo til að enda þetta verð ég að koma inn á stuðning við liðið, í sumar munum við "vallarráð" gera allt sem í okkar valdi stendur til að skapa stemningu með ýmsum ráðum og lofa ég ykkur hérna flottri umgjörð, það eru margar hugmyndir uppir og við þurfum alvöru stuðning og fjölda á leiki til að það gangi almennilega upp. Regnhlíf kostar ekki mikið og það eiga allir úlpu, svona þegar veðurguðirnir gleyma að það sé sumar á Íslandi. Dragið fólk með ykkur, liðið hefur verið að spila flottan bolta í Hleðslu- og Lengjubikarnum og oft verið óheppið hreinlega að fara ekki með sigur af hólmi... flykkjumst öll á völlinn og styðjum okkar lið, við erum klárlega 12. maðurinn á vellinum. 100% árangur á KA (ak) vellinum og KA í deild þeirra bestu þar sem þeir eiga heima.


KA, alltaf og allstaðar!


Siggi Gunnars: 2. sæti


Ég er alltaf fáránlega bjartsýnn í upphafi tímabils en byrja svo að hata lífið fljótlega upp úr því. En nú er hins vegar bara full ástæða til að vera bjartsýnn. Mér líst vel á hópinn, frábært að fá "gamla" uppalda menn aftur í liðið. Hins vegar vantar alvöru markaskorara en ef Gunni og félagar í stjórninni halda rétt á spilunum, sem mér heyrist þeir vera að gera, þá smellur þetta! Ég segi að það sé fyllilega raunhæft markmið að stefna upp í ár og skelli ég því 2. sætinu á okkur (bara til að vera hógvær). Þetta verður hörð barátta og ég held að það muni ekki ráðast fyrr en á allra síðustu stundu hvaða lið fara upp. 


En ég held að við KA-menn séum allir komnir með nóg í bili af 1. deildini þannig að nú hlýtur þetta að koma! Svo verðum við öll að mæta á leikina í sumar, topp aðstæður í nýuppgerðri stúku á eina "football stadium" á Akureyri! Það gerist ekker nema stuðningurinn og stemningin sé fyrir hendi! "The only way is up" eins og Yazz sungu...






Davíð Már Kristinsson: 4.-5. sæti


Það er alltaf mikil tilhlökkun hjá manni fyrir því að fylgjast með KA á sumrin. Sú tilhlökkun er meiri en undanfarin ár þar sem framundan er bjartsýni fyrir betra gengi í sumar en oft áður. Öflug og kraftmikil stjórn í bland við fínt þjálfarateymi sem ná vel saman og ekki síst áhugaverð félagaskipti fyrr í vetur.


Líkt og fleiri, tel ég að það hafi verið gríðarlega mikilvægt fyrir félagið að fá Jóhann og Gunnar Val, ásamt því að Elmar Dan nær nú öllu tímabilinu. Rosalega mikilvægt fyrir hvert félag að vera með hryggjarsúlu af liði myndaða af uppöldum leikmönnum. Þessir 3 gæjar þekkja allt og alla í félaginu eins vel og lófann á sér. Þeir þekkja það líka að hafa þurft að æfa á gömlu góðu mölinni og "Út í móa" og Lundarskólagrasinu fram í júní þar sem grasið var ekki orðið nægilega gott, þurft að taka svokallaða "Hólaspretti", þurft að redda Magga Siguróla í algjöru stresskasti dómgæslu á Essó mótinu, eflaust látið Pétur Óla náð sér með spurningunni "Hvaða stelpu/stelpum varst þú/þið með um helgina?", séð Gassa kveikja sér í ófáum Marlboro, keypt í sjoppunni af Böggu heitinni, æft handkast hjá Jóa Bjarna og eflaust júdó líka hjá Óda Júdó.


Bjartsýni og jákvæðni er alltaf af hinu góða og hef ég einmitt skynjað mikið af því í kringum félagið fyrir þetta leiktímabil en ég ætla að vera raunsær og spá liðinu 4.-5. sæti. Við erum með einn besta markmanninn í deildinni, vörnin er orðin beitt og samkeppni um stöður á miðjunni en lítið sem ekkert bit fram á við.


Vonast eftir að sjá Hallgrím Mar færa leik sinn ofar um eitt level og vona að hann hafi komið oft við í lyftingarsalnum í vetur til að geta body-checkað menn meira í návígjum í sumar og öðlast meiri trú á eigin getu því það búa miklir hæfileikar í honum.

Einnig hlakka ég líka til að fylgjast með hinum stórefnilega Ævari Inga koma inn af bekknum og sýna sig og sanna. Strákurinn á eftir að luma inn 4-5 mörkum í sumar. Jakob Hafsteins á vonandi eftir að vaxa og dafna í sumar og öðlast meiri ró og yfirvegun á boltann. Brian Gilmour á svo eftir að vekja athygli sendingardeild Íslandspósts fyrir sínar hárnákvæmu og góðu sendingargetu.

Eins hlakka ég til að fylgjast með Elmari Dan en hann mun öskra og peppa menn upp og skjóta létt á dómarann og andstæðinginn þegar þess er þörf. Maður að mínu skapi.

Og að sjálfsögðu hlakka ég til að fylgjast með öllu liðinu í heild sinni og vonast eftir því að allir leikmenn nái að kreista fram sitt  allra besta í sínum leik í sumar


Áfram KA!